er af
helluhnoðraætt og vex í skjólsælum klettum, skriðum og gilbrekkum móti
suðri. Hann er hitakær jurt sem vex einkum á heitari svæðum
landsins, Suður- og Vesturlandi, Austfjörðum og á miðju Norðurlandi.
Hann finnst sjaldan ofan 500 m í fjallshlíðum, hæst skráður á Súlukambi
syðri í Skaftafellsjökli í 700 m hæð, og í Esju í Esjufjöllum í 650 m.
Skriðuhnoðrinn er einær. Hin gulu blóm líkjast lítið eitt blómum
helluhnoðrans, en
eru minni. Hann þekkist bezt frá helluhnoðranum á að sem einær
hefur hann enga blómlausa blaðsprota sem hinn fjölæri helluhnoðri er
ætíð svo ríkur af; hann hefur Blóm skriðuhnoðrans eru um 5-9 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin eru
gulleit, mjó, odddregin. Bikarblöðin eru styttri en krónublöðin, snubbótt. Fræflar eru
10. Frævur eru 5, hver um sig með einum stíl. Blöðin
eru 3-5 mm á lengd, þykk, sívöl, safarík, græn eða rauðleit;
lítið af blómlausum blaðsprotum.