Blóm grámullunnar eru nokkur saman
í fáum, litlum körfum efst á stöngulendanum. Körfurnar eru umluktar
svartleitum reifum. Reifa-blöðin eru svarbrún utan til en græn
umhverfis miðtaugina, stundum með purpurarauðu belti. Blómin eru öll
pípukrýnd. Krónupípan er 3-4 mm löng, brúnleit í endann með
5 flipum, fjólubláleit á belti þar fyrir neðan en ljósgræn neðst.
Hárkrans er umhverfis aldinið. Aðeins hinn brúni efsti hluti krónunnar
er sýnilegur út úr körfunni. Stöngullinn og blöðin eru ullhærð. Blöðin
eru nær striklaga, mjókka í endann, 1,5-3 mm breið og um
1-1,5 sm á lengd.
Hér sjáum við grámullu á Dalbæ, Snæfjallaströnd 13. júlí 2010.
Hér sést grámullan nær, myndin tekin á Skaftártungnaafrétti árið 1963.