Flóra Íslands - Blómplöntur

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Aðalbláberjalyng
Akurarfi
Akurtvítönn
Alaskalúpína
Alaskavíðir
Alaskaösp
Alurt
Apablóm
Arfafjóla
Aronsvöndur
Augnfró
Axhnoðapuntur
Axhæra
Bakkaarfi
Baldursbrá
Barnarót
Baunagras
Beitilyng
Belgjastör
Bergsteinbrjótur
Beringspuntur
Birki
Birkifjóla
Bjarnarkló
Bjúgstör
Bjöllulilja
Bláberjalyng
Blágresi
Bláhveiti
Bláklukka
Bláklukkulyng
Blákolla
Blálilja
Blástjarna
Blásveifgras
Blátoppa
Blátoppastör
Blávingull
Blettafífill
Blóðarfi
Blóðberg
Blóðkollur
Blómsef
Blæösp
Blöðkunykra
Blöðrujurt
Boghæra
Brekkumaríustakkur
Brenninetla
Brennisóley
Brjóstagras
Broddastör
Broddkrækill
Brönugrös
Bugðupuntur
Burnirót
Dagstjarna
Dúnhafri
Dúnhulstrastör
Dúnmelur
Dvergsóley
Dvergsteinbrjótur
Dvergstör
Dvergvatnalilja
Dýragras
Dökkasef
Dökkhæra
Efjugras
Efjuskúfur
Eggtvíblaðka
Einir
Engjakambjurt
Engjamaríustakkur
Engjamunablóm
Engjamura
Engjarós
Engjavöndur
Eyrarrós
Fagurfífill
Fellafífill
Ferlaufungur
Fingragras
Finnungsstör
Finnungur
Fitjasef
Fitjaskúfur
Fjallabláklukka
Fjallabrúða
Fjalladepla
Fjalladúnurt
Fjallafoxgras
Fjallafræhyrna
Fjallakobbi
Fjallakornblóm
Fjallalógresi
Fjallalójurt
Fjallanóra
Fjallapuntur
Fjallaskarfakál
Fjallasmári
Fjallastör
Fjallasveifgras
Fjallavíðir
Fjallavorblóm
Fjalldalafífill
Fjalldrapi
Fjallhæra
Fjallkrækill
Fjallnykra
Fjandafæla
Fjöruarfi
Fjörukál
Flagahnoðri
Flagasef
Flagasóley
Flauelskornblóm
Flóajurt
Flóastör
Flóðapuntur
Flæðalófótur
Flæðarbúi
Flæðastör
Freyjubrá
Friggjargras
Fuglaertur
Fölvastör
Garðableikja
Garðabrúða
Garðahjálmgras
Garðalúpína
Garðamaríustakkur
Garðasól
Geitakál
Geithvönn
Geldingahnappur
Giljaflækja
Ginhafri
Gleym-mér-ei
Glitrós
Gljástör
Glæsifífill
Grasnykra
Grájurt
Grámulla
Grámygla
Grástör
Grávíðir
Grávorblóm
Græðisúra
Grænlilja
Grænstör
Grænvöndur
Gullbrá
Gullingin
Gullkollur
Gullmura
Gullsteinbrjótur
Gullstör
Gullvöndur
Gulmaðra
Gulstör
Gulvíðir
Hagabrúða
Hagastör
Hagavorblóm
Haugarfi
Haustbrúða
Haustlyng
Háliðagras
Hálíngresi
Hálmgresi
Hárdepla
Hárleggjastör
Hásveifgras
Hávingull
Heiðadúnurt
Heiðastör
Heigulstör
Helluhnoðri
Hengistör
Herjólfshár
Héluvorblóm
Hjallasveifgras
Hjartafífill
Hjartanykra
Hjartapuntur
Hjartarfi
Hjartatvíblaðka
Hjónagras
Hlaðkolla
Hlíðableikja
Hlíðamaríustakkur
Hnappstör
Hnoðafræhyrna
Hnoðamaríustakkur
Hnotsörvi
Hnúðsef
Hnúskakrækill
Holtasóley
Holurt
Horblaðka
Hóffífill
Hófsóley
Hrafnafífa
Hrafnaklukka
Hrafnastör
Hreistursteinbrjótur
Hrímblaðka
Hrísastör
Hrossafífill
Hrossanál
Hrútaberjalyng
Hundasúra
Húsapuntur
Hvítmaðra
Hvítsmári
Hvítstör
Höfuðklukka
Höskollur
Ilmbjörk
Ilmreyr
Ígulstör
Íslandsfífill
Jakobsfífill
Jarðarber
Jöklaklukka
Jöklasóley
Kattarjurt
Kattartunga
Keldustör
Kirtilaugnfró
Kisugras
Kjarrhveiti
Kjarrsveifgras
Klappadúnurt
Klettafrú
Klófífa
Klukkublóm
Klumbustör
Knjáliðagras
Knjápuntur
Kollstör
Kornsúra
Krakanál
Kransarfi
Krossfífill
Krossjurt
Krossmaðra
Krækilyng
Kræklurót
Kúmen
Lambagras
Lambaklukka
Langkrækill
Langnykra
Laugabrúða
Laugadepla
Laugamaðra
Laugasef
Laukasteinbrjótur
Lágarfi
Lensulófótur
Lerki
Lindadúnurt
Lindasef
Línarfi
Línstör
Ljónslöpp
Ljósadúnurt
Ljósalyng
Ljósatvítönn
Ljósberi
Loðgresi
Loðvíðir
Lokasjóður
Lotsveifgras
Lófótur
Lógresi
Lónajurt
Lónasóley
Lúpína
Lyfjagras
Lyngbúi
Lækjabrúða
Lækjadepla
Lækjafræhyrna
Lækjagrýta
Lækjasef
Lækjasteinbrjótur
Marhálmur
Maríulykill
Maríustakkur
Maríuvendlingur
Maríuvöndur
Maríuvöttur
Marstör
Melablóm
Melanóra
Melasól
Melgresi
Mjaðjurt
Mosalyng
Mosasteinbrjótur
Móalógresi
Móanóra
Móasef
Móastör
Mógrafabrúsi
Munkahetta
Músareyra
Mýraberjalyng
Mýradúnurt
Mýraertur
Mýrafinnungur
Mýramaðra
Mýrasauðlaukur
Mýrasef
Mýrasóley
Mýrastör
Mýrfjóla
Naflagras
Njóli
Ólafssúra
Purpuraþistill
Rauðberjalyng
Rauðkollur
Rauðsmári
Rauðstör
Rauðvingull
Reyniviður
Reyrgresi
Rjúpustör
Roðafífill
Safastör
Sandfax
Sandlæðingur
Sandmunablóm
Sauðamergur
Selgresi
Selja
Sérbýlisstör
Sifjarsóley
Sigurskúfur
Silfurhnappur
Silfurmaríustakkur
Sitkagreni
Síberíulerki
Síkjabrúða
Síkjamari
Sjávarfitjungur
Sjöstjarna
Skammkrækill
Skarfakál
Skarifífill
Skeggsandi
Skeljamura
Skollaber
Skógarkerfill
Skógarsmári
Skógarsóley
Skógfjóla
Skrautpuntur
Skriðdepla
Skriðlíngresi
Skriðnablóm
Skriðsóley
Skriðstör
Skriðuhnoðri
Skurfa
Slíðrastör
Smánetla
Smánykurrós
Smjörgras
Snarrótarpuntur
Snækobbi
Snækrækill
Snænarfagras
Snæsteinbrjótur
Sortulyng
Sóldögg
Sótstör
Spánarkerfill
Stafafura
Stefánssól
Steindepla
Stinnasef
Stinnastör
Stjörnuarfi
Stjönusteinbrjótur
Stormþulur
Strandlófótur
Strandsauðlaukur
Stúfa
Súrsmæra
Sverðnykra
Sýkigras
Sæhvönn
Tágamura
Tjarnablaðka
Tjarnalaukur
Tjarnastör
Toppasteinbrjótur
Toppastör
Trefjasóley
Trjónubrúsi
Trjónustör
Tröllakló
Tröllastakkur
Túnfífill
Túnsmári
Túnsúra
Túnvingull
Túnvorblóm
Týsfjóla
Týtulíngresi
Umfeðmingur
Vallarfoxgras
Vallarsveifgras
Vallhumall
Vallhæra
Varmadepla
Varpafitjungur
Varpasveifgras
Varpatvítönn
Vatnamari
Vatnamynta
Vatnsliðagras
Vatnsnafli
Vatnsnarfagras
Vatnsnál
Vatnsögn
Vegarfi
Vetrarblóm
Vetrarkvíðastör
Viðja
Villilaukur
Villilín
Vorbrúða
Vorperla
Vorstör
Vætudúnurt
Vætuskúfur
Völudepla
Þistill
Þráðnykra
Þráðsef
Þrenningarfjóla
Þrenningarmaðra
Þursaskegg
Þúfusteinbrjótur
Þyrnirós
Ætihvönn

Hundasúra

Rumex acetosella

er algeng sums staðar á landinu, en sjaldgæf annars staðar.  Hún vex einkum á melum, grjótskriðum og söndum.  Hundasúran er algeng á láglendi á Suðurlandi, Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Einnig nær hún um Suðausturland og á mjóu belti norður eftir Austfjörðum. Austan Eyjafjarðar finnst hún aðeins sem ílendur slæðingur meðfram vegum og á slóðum Landgræðslunnar, en vex þar ekki úti um hagann. Minnist ég þess frá æsku, að þá náði hundasúran að Möðruvöllum í Hörgárdal, en fannst hvergi austan Eyjafjarðar né í Þingeyjarsýslum nema sem sjaldséður slæðingur. Á síðari árum hefur hún hins vegar hvarvetna breiðst út meðfram vegum, og á athafnasvæðum Landgræðslu ríkisins. Þetta kemur einnig vel fram ef kortlögð er útbreiðsla hennar eftir heimildum eldri en um miðja síðustu öld. Þá kemur fram algjör eyða í útbreiðsluna frá Eyjafirði austur á Fljótsdalshérað. Hundasúran finnst allvíða á sunnanverðu hálendinu uppi í 5-600 m hæð, en norðan jökla einvörðungu við fjölsótta ferðamannastaði eða á landgræðslusvæðum og meðfram Austurlandsvegi um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Hæsti skráður fundarstaður er við Laugafellsskála norðan Hofsjökuls í 730 m hæð. Hundasúran hefur því ekki náð því enn að dreifast um allt landið, en er í sókn og berst auðveldlega um með umferð og athafnasemi mannsins í seinni tíð.

Hundasúran er fjölær jurt með einkynja blóm í sérbýli. Blómin eru mörg saman í klasaleitum, samsettum blómskipunum. Blómhlífin er 6-blaða, þrjú þau ytri mjó og odddregin, þrjú þau innri breiðari og ávöl í endann. Blómhlífarblöð karlblóma eru rauðleit, sjaldnar fölgræn, blómhlífarblöð kvenblóma eru dökkrauð. Sex fræflar eru í karlblómum, frjóhirzlurnar í fyrstu gular en síðar rauðleitar. Ein fræva er í kvenblómum með þrjú, marggreind, hvítleit fræni. Frævan verður við þroskun að einfræja, gulbrúnni hnetu. Laufblöðin eru stakstæð, stilkuð, með allstóru glæru og himnukenndu slíðri umhverfis blaðfótinn. Blaðkan er spjótlaga eða lensulaga, 2-6 sm löng og 2-20 mm breið, heilrend en með útstæðum eyrum neðst.

 

Hundasúran líkist nokkuð túnsúru, en þekkist bezt frá henni á lögun laufblaðanna. Þau hafa áberandi útstæð eyru við blaðfótinn, en blöð túnsúrunnar eru örlaga og vísa eyrun niður í átt að stilknum.

Hundasúran er afar breytileg tegund, bæði að því er varðar litninga-mengi og ytra útlit. Innan hennar eru bæði tví-, fjór- og sexlitna stofnar, laufblöðin eru afar mismunandi að gerð og blómin mismunandi. Erfitt hefur reynst að finna samræmi milli útlitseinkenna og litningamengja, og því hafa misvísandi tilraunir verið gerðar með að skipta tegundinni niður í deilitegundir og afbrigði. Samkvæmt Norðurlandaflórunni eru þrjár af deilitegundum hennar taldar útbreiddar hér á landi: Subsp. acetosella, subsp. tenuifolius (Wallr.) O.Schwarz  og subsp. arenicola Y. Mäkinen ex Elven. Ekki eru alltaf glögg skil á milli þessara deilitegunda. Sú fyrstnefnda hefur nokkru breiðari blöð en hinar, eyrun eru einnig hlutfallslega breið og vísa oft á ská niður að stilknum. Subsp. tenuifolius hefur mjög mjó blöð, og eyrun eru afar mjó og vísa gjarnan upp í átt að blaðendanum. Á subsp. arenicola vantar oft eyru á blöðin.

 

 

Hundasúra í grjóturð í Sælingsdal 1985.