Fjallasveifgrasið hefur keilulaga punt, stundum mikið blaðgróinn, 2-8 sm langan, fjólubláleitan eða rauðleitan. Smáöxin eru tví- til fimm-blóma, axagnimar eru 3-4 mm með skörpum kili, oftast fjólubláar, þrítauga. Neðri blómagnirnar eru grænar neðst, fjólubláar ofan til, himnurendar. Blöðin á stráinu eru tiltölulega stutt og breið, oddurinn í lögun eins og stefni á bát. Slíðurhimnan er oft um 2 mm. Fjallasveifgrasið myndar engar skriðular renglur, blaðsprotarnir eru innanslíðurs við stofninn.
Hér sést fagurlega blaðgróinn puntur fjallasveifgrass, sem tekin var sumarið 1982.
Hér sést blaðsproti af fjallasveifgrasi, með hinum dæmigerðu stuttu og breiðu blöðum með bátlaga oddi að framan. Sést vel á blaðinu sem vísar út til hægri, ef myndin er stækkuð. Tekið í maí 2005 í Leifsstaðabrúnum í Eyjafirði.