er einn af
undafíflunum. Hann er með þeim stórvöxnustu af þeirri ættkvísl, oft upp
undir metri á hæð. Stöngullinn er með mörgum laufblöðum, og körfurnar
margar á enda hans, stundum 20-30. Glæsifífillinn hefur
miðsvæðaútbreiðslu á landinu, víða á Vestfjörðum, út með Eyjafirði báðum
megin, og norðan til á Austfjörðum.
Blóm glæsifífilsins eru svipuð og á öðrum undafíflum. Reifarnar eru
áberandi dökkar, kirtilhærðar löngum hárum með gulum hnúð á endanum.
Stöngullinn ber tvö til tíu blöð. Efri stöngulblöðin eru stilklaus með
breiðum grunni eða greipfætt, lensulaga eða oddbaugótt, oft tennt.
Neðstu stöngulblöðin og stofnblöðin eru stilkuð, oft með vængjuðum og
hálfgreipfættum stilk.
Hér má sjá nokkrar körfur á glæsifífli.
Hér sést heill glæsifífill með mörgum blómum.
Neðri stöngulblöð glæsifífils. Allar
myndirnar eru teknar við Hjalla á Látraströnd,
Eyjafirði, 22. ágúst 2008