Tjarnastör er mjög grófblöðótt, með
tveimur til fjórum leggjuðum, uppréttum, oftast ljósgrænum eða gulgrænum
kvenöxum, og tveim til þrem karlöxum efst. Axhlífarnar eru odddregnar,
lensulaga eða egglensulaga. Hulstrið er ljósgrænt með upphleyptum,
dekkri taugum, og langri (1 mm) trjónu. Tjarnastörin hefur grófan,
sterkan jarðstöngul með renglum og sterkleg strá. Blöðin eru stórvaxin,
4-7 mm breið, blágræn, V-laga; blaðslíður stofnblaðanna ljósgrábrún.
Tvö kvenöx á tjarnastör í nágrenni Reykjavíkur árið 1982.
Tjarnastör í rústatjörn á Hofsafrétti árið 1999.
Nærmynd af blómstrandi tjarnastör tekin við Djáknatjörn í Krossanesborgum við Akureyri 26. júní 1986