er gömul jurt á
Íslandi, en fannst þó ekki fyrr en árið 1985. Það var Páll Jónsson
frá Hvannstóði sem fyrstur fann það í Brúnavík í Borgarfirði eystra.
Ljósalyngið er mjög sjaldgæft, aðeins fundið á nokkrum stöðum í Brúnavík við Borgarfjörð
eystri, og auk þess á einum stað í Borgarfirði, og á einum stað utarlega á
Fljótsdalshéraði. Það vex í súrum mýrum með svarðmosaþúfum
(Sphagnum),
svipuðu landi og mýraberjalyng. Það hefur þykk, sígræn, aflöng laufblöð
með niðurorpnum blaðröndum og hvítloðnum á neðra borði.
Blóm ljósalyngsins standa nokkur saman á enda grannra,
uppréttra sprota, á 5-12 mm löngum bleikum leggjum. Krónan er samblaða,
í fyrstu bleik en síðar hvít, krukkulaga, fimmtennt. Bikarblöðin eru
stutt, bleikrauð. Fræflar eru 10, með langhyrndar frjóhirzlur. Ein
fræva. Laufblöðin eru mjólensulaga eða nær striklaga, 10-15 mm löng og
2-3 mm breið með niðurorpnum röndum, sígræn, þykk, að mestu hárlaus,
græn ofan en hvít neðan með sterku miðrifi.