Blóm mýrasefsins standa nokkur
saman í allmörgum (3-10) blóm-hnoðum á uppréttum, mislöngum leggjum.
Blómhlífin er 6-blaða, blómhlífarblöðin dökkbrún, hvassydd, 2-3,5 mm
löng. Fræflar eru sex með ljósgula frjóhnappa. Frævan hefur þrjú fræni.
Aldinið er brúnt, a.m.k. í toppinn, gljáandi. Blöðin eru sívöl, 1-1,5 mm
í þvermál, hol en með þverveggjum sem auðvelt er að finna fyrir, ef
strokið er eftir endilöngum blöðunum.