eða lerki
eins og það er nefnt í daglegu tali, hefur mikið verið ræktað á Íslandi
síðustu áratugina. Það þrífst einkum vel á landræna svæðinu á Miðnorður-
og Austurlandi, og er farið að sá sér á eigin spýtur fyrir alllöngu
síðan, bæði í Eyjafirði og á Fljótsdalshéraði. Það er mjög harðgert og
þrífst öðrum trjám fremur í ófrjóum, þurrum jarðvegi í hraunum og klettum.
Laufblöð lerkisins vaxa í þéttum knippum á stuttsprotum. Þau mynda
mjúkar nálar sem falla af á haustin, en nýjar nálar verða til á vorin.
Hér
sjáum við lerki með unga kvenköngla skömmu eftir laufgun að
vori.
Hér eru nýblómstraðir
kvenkönglar lerkis snemma að vori rétt fyrir laufgun.
Hér sjáum við nokkra
sjálfsána lerkirunna í klettum í Leifsstaðabrúnum í Kaupangssveit,
25. maí 2008.