Blóm tágamurunnar eru fimmdeild. Krónublöðin eru gul, 2-2,5 sm í þvermál. Bikarinn er grænn, tvöfaldur; fimm mjóir utanbikarflipar á milli bikarblaðanna, venjulega heldur lengri en bikarblöðin. Tágamuran hefur marga fræfla og margar frævur. Laufblöðin eru stakfjöðruð, með 5-12 pörum smáblaða, sem eru lensulaga eða öfugegglaga, gróftennt, þétt-silfurhærð á neðra borði, stundum báðum megin.
Tágamura í Lystigarði Akureyrar árið 1982.
Tágamura með skriðular renglur í fjörunni í Kálfhamarsvík á Skaga árið 1994.