Puntur týtulíngresis er
fíngerður, rauðbrúnn, fremur lítill, oftast minni en á hinum
língresunum. Smáöxin eru einblóma. Axagnir eru
rauðbrúnar eða fjólubláleitar, 2,5-3 mm langar, eintauga,
hvelfdar eða með snörpum kili, yddar. Blómagnir eru styttri; neðri
blómögn með baktýtu sem er tvöfalt lengri en ögnin og nær langt út úr
smáaxinu. Blöðin eru 1-3 mm breið, slíðurhimnan
1,5-2,5 mm.