er mjög sjaldgæf
stör, fundin á örfáum stöðum á Látraströnd og í Fjörðum austan
Eyjafjarðar. Hún ber oftast 2-3 ljósgræn, egglaga kvenöx og eitt karlax
í toppinn. Hulstur kvenaxanna eru með langri trjónu sem störin dregur
nafn sitt af. Af öðrum störum minnir hún einna helzt á gullstör og
grænstör og er skyld þeim, en er stórvaxnari og hefur stærri öx og mun lengri
hulsturtrjónu. Trjónustörin vex í deiglendi, nær ætíð meðfram
lækjarsytrum. Flestir eru fundarstaðirnir á láglendi, hæstur er Brenniás
á Fljótsheiði í um 300 m hæð. Erlendis hefur trjónustörin fremur suðlæga
útbreiðslu, vex sunnan til í Kanada og Bandaríkjunum og nær í Evrópu
suður að Miðjarðarhafi. Trjónustörin er friðuð samkvæmt
náttúruverndarlögum.
Trjónustör á
Kussungsstaðaafrétti í Fjörðum 31. júlí 2002