Blöðkunykran hefur oddbaugótt flotblöð sem eru 4-9 sm á lengd og um 1,5-3 sm á breidd. Flotblöðin eru bogstrengjótt með skörpum miðstreng, oft mjög stilklöng. Engin kafblöð, blöð sem ekki ná upp úr vatninu hafa aðeins blöðkulausa blaðstilka. Blómin eru smá, á 1,5 -3,5 sm löngu, grænleitu eða móbrúnu axi sem stendur upp úr vatninu, með fjórum fræflum og frævum.
Þessi breiða af blöðkunykru er er í Hólatjörnum í Fannadal, Norðfirði, tekin árið 1991.
Myndin hér að ofan er tekin í Friðlandinu við hólma Eyjafjarðarár, og á henni sjást blómöxin sem standa upp úr vatninu.