er vatnajurt sem
vex í grunnu vatni í mýrum, í grunnum tjörnum og lygnum lækjum.
Hún þekkist meðal annars á fremur litlum, lang-stilkuðum, oddmjóum
flotblöðum. Blómgaðar jurtir þekkjast t.d. frá fjallnykru á
því að axstilkurinn gildnar verulega fast upp við axið. Grasnykra líkist
einnig blöðkunykru, sem er þó miklu grófari og stórvaxnari, og vex í
dýpri vötnum.
Flotblöð grasnykrunnar eru oddbaugótt, á löngum, grönnum
stilk. Blaðkan er 2-6 sm löng og um
1 sm á breidd. Kafblöðin eru lensulaga, ydd, óstilkuð, oftast 3-6
sm á lengd og 0,5 sm á breidd. Axlablöðin eru himnukennd,
striklaga, 1-2 sm löng. Blómin eru smá, blómhlífarlaus, með
fjórum fræflum og frævum. Þau standa allmörg saman í grænleitu eða
ljósbrúnu, 1,5-2 sm löngu axi sem stendur upp úr vatninu. Axstilkurinn
gildnar nokkuð uppi undir axinu.
Hér sést óblómguð grasnykra í grunnu vatni á
Suðurlandi sumarið 1983.