Blóm gulmöðrunnar standa mörg saman
í greindum blómskipunum í efri blaðöxlunum, 3-4 mm í þvermál.
Krónublöðin eru fjögur, gul á lit, krossstæð, oddmjó, samgróin neðst.
Fræflar eru fjórir, ein fræva með klofinn stíl. Stönglar eru strendir,
ofurlítið hærðir. Blöðin eru 6-10 saman í krönsum, striklaga, broddydd,
8-20 mm á lengd, gljáandi á efra borði, rendur
niðurorpnar, neðra borð ljósgrænt, hært.