Blóm skeljamurunnar eru fimmdeild,
1,5-2 sm í þvermál. Krónublöðin eru gul, bikarinn grænn eða móleitur,
tvöfaldur: fimm mjóir utanbikarflipar eru á milli bikarblaðanna, oft
heldur styttri en bikarblöðin. Blómin hafa marga fræfla og margar frævur.
Laufblöðin eru stakfjöðruð, með 3-6 pörum smáblaða sem eru nær kringlótt
eða öfugegglaga, gróftennt, silfurhærð á neðra borði en oftast óhærð og
fagurgræn að ofan.
Blómstruð skeljamura 4. júlí 2006 á Gásaeyri við Eyjafjörð./font>
Hér sjáum við þroskuð aldini á skeljamurunni þar sem hún vex á sjávarflæðum á Gásaeyri við Eyjafjörð í ágúst 2006.