er einn af
undafíflunum sem tilheyra körfublómaættinni. Hann er nokkuð auðþekktur
frá öðrum undafíflum á hinum blettóttu blöðum. Hann hefur fundizt
allvíða á Suðvesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi, en ófundinn í öðrum
landshlutum.
Blettafífillinn er nokkuð stór undafífill með fimm til níu mjófættum en
stilklausum, lensulaga blöðum á neðri hluta stöngulsins, stofnblöð vantar oftast. Blöðin
eru smátennt, nokkuð odddregin og alsett áberandi
óreglulega löguðum rauðfjólubláum flekkjum, og oft rauðum oddi.
Reifar eru dökkar, lítið hærðar, með gisnum, löngum broddhárum og örstuttum
gulum kirtilhárum.
.
Hér sjáum við blómakörfur blettafífilsins.
Neðri hluti blettafífils með blettóttum
laufblöðum.
Laufblöð blettafífils í nærsýn. Allar
myndirnar eru teknar 14. júlí 2009 í Gálgahrauni á Áfltanesi.