er nokkuð algengur um landið og vex oft í vel grónum, bröttum hlíðum eða
mosavöxnum grjótskriðum. Hann er nokkuð stórvaxnari en
þúfusteinbrjótur og toppasteinbrjótur, en hefur svipuð blöð, 3-5 sepótt
að framan. Hann þekkist bezt á alllöngum, sérkennilegum
ofanjarðar-renglum, sem oft mynda nokkrar breiður, og á stærri blómum.
Mosasteinbrjótur vex stundum hátt til fjalla, jafnvel ofar 1200 metrum.
Hæst hefur hann fundizt uppi á Kerlingu við Eyjafjörð í 1530 m.
Blóm mosasteinbrjótsins standa eitt eða fleiri á hverjum
stöngli, 1,5-2 sm í þvermál. Krónublöðin eru hvít með
dekkri æðum, öfugegglaga. Bikarblöðin eru um þriðjungur af lengd
krónublaðanna. Fræflarnir eru 10. Frævan er klofin í toppinn með tveim
stílum. Stofnblöðin eru um 1 sm á lengd, mjó að neðan en frambreið með
þremur til fimm, sjaldnar 7 broddyddum tönnum; stöngul- og
blaðsprotablöð oftast heil, nær striklaga, stakstæð.
Þessa mynd af
mosasteinbrjóti tók Helgi Hallgrímsson í Gilsgili austan undir
Súlum í Eyjafirði árið 1981
Mosasteinbrjótur í
Reistarárskarði við Eyjafjörð 28. júlí 2006.