Blóm skarifífilsins standa mörg
saman í þéttum körfum á greinendum. Körfurnar eru 5-3 sm í þvermál. Öll
blómin eru gul og tungukrýnd, tungan 2-2,5 mm á breidd. Fræflar eru 5,
samvaxnir í hólk utan um stílinn. Klofið fræni. Aldinið hefur óstilkaðan
svifkrans. Reifablöðin eru grænsvört, loðin, öll upprétt. Stönglarnir
eru greindir, grannir, 1,5-2 mm, gáraðir. Laufblöðin eru í
stofnhvirfingu, fjaðurflipótt, 5-15 sm á lengd; fliparnir oftast
grannir.
Skarifífill í moldarflagi í Eyjafirði árið 1963.
Hafið þið nokkurn tíma séð hvíta undafífla ? Nei, ekki ég heldur. En þessa mynd tók Ómar Runólfsson við Ármúla við Ísafjarðardjúp sumarið 2006, svo þeir eru raunverulega til !