er innflutt
grastegund sem lengi hefur verið aðalgrasið í mörgum sáningum, bæði
meðfram vegum og í landgræðslu. Hann er því í dag orðinn mjög útbreiddur
í grennd við slíkar sáningar. Hann hefur stærri punt, oft lítið eitt
lotinn í samanburði við íslenska túnvingulinn, smáöxin eru venjulega
lítt eða ekki hærð. Síðsumars og á haustin verða stráin mjög rauðleit,
svo roða slær á vegkanta og önnur lönd þar sem hann er ríkjandi.
Puntur rauðvinguls 28.
júlí 2008 á Arnarhóli í Kaupangssveit. Hér er punturinn með
útsprungnum blómum, en þá breiðir hann meira úr sér en bæði fyrir og
eftir blómgun