er bæði hávaxnari
og blómstærri en gleym-mér-ei, en um margt lík henni. Þetta er
innflutt jurt sem hefur slæðst frá ræktun og breiðst út einkum meðfram
lækjum og ám. Hún er löngu orðin alveg ílend. Aðeins skráð á láglendi
neðan 300 m
Blóm engjamunablómsins eru 7-8 mm í
þvermál. Krónufliparnir eru snubbóttir, heiðbláir, hvítir eða gulleitir
við blómginið. Óþroskaðir blómknappar eru í uppvafinni hálfkvísl
áður en þeir springa út. Hún réttir síðan úr sér og myndar að lokum
klasa niður eftir stönglinum. Fræflar eru fimm og eitt fræni.
Aldinin eru ferkleif, með dökk, gljáandi deilialdin (fræ). Bikar,
stöngull og blöð eru gishærð með stuttum og aðlægum hárum. Blöðin eru lensulaga en frambreið (5-15
mm). Aldinleggurinn er lítið eitt lengri en bikarinn sem er lítill,
fimmtenntur og grunnt klofinn.
Hér sjáum við mynd af engjamunablómi sem
tekin var í Reykjavík árið 1985.
Nærmynd af blómum engjamunablómsins tekin á
Arnarhóli í Kaupangssveit árið 2004.