Fjallastörin er beinvaxin, upprétt,
oftast með þrjú nær legglaus öx þétt saman í toppinn. Toppaxið er stærst og eru
karlblómin öll neðst í því. Axhlífar eru dökkbrúnar eða svartar,
odddregnar. Hulstrin eru brún eða grænleit, með hrjúfu yfirborði, eða jafnvel
smábroddótt, odddregin eða stutttrýnd. Frænin eru þrjú. Stráin eru
þrístrend. Blöðin eru 1,5-3 sm, kjöluð eða flöt, snarprend.