vex aðeins við
laugar og í volgum lækjum. Getur hún myndað þar þéttar breiður. Hún er
sjaldgæf, finnst einkum á suðvesturlandi. Hún vex frá láglendi upp í 350
m hæð við jarðhita, hæst skráð í Landmannalaugum í 500 metrum.
Blóm laugadeplunnar eru mörg saman í klösum sem standa í
blaðöxlunum. Blómleggirnir eru 3-6 mm á lengd, með stuttum
kirtilhárum. Blómin eru 4-5 mm í þvermál. Krónan er
ljósfjólublá með fjórum misstórum krónublöðum. Bikarblöðin eru
græn, breiðodd-baugótt, 2-3 mm á lengd. Fræflar eru tveir
en frævan ein með einum stíl.
Aldinið er heldur styttra en bikarblöðin.
Laufblöðin eru gagnstæð, egglaga eða breiðoddbaugótt, 2-8
sm á lengd, heilrend eða með örsmáum tannörðum, nær hárlaus, óstilkuð.
Blómstrandi laugadepla
á yfirborði lækjar við Hveragerði árið 1983.
Volgur lækur ofan Hveragerðis, ljósu
flákarnir eru laugadepla en þeir dökk grænu eru hjartanykra.