Blóm stjörnusteinbrjóts eru 1-1,4 sm í þvermál, með stjörnulögun. Krónublöðin eru oddbaugótt til lensulaga, gisstæð, hvít með tveim gulum dílum neðst að innanverðu. Bikarblöðin eru 3-4 mm löng, rauðleit í oddinn á neðra borði. Fræflar eru 10, frjóhirzlur rauðgular. Frævan er klofin efst, ljósgulgræn eða dökkrauð. Stöngullinn er blaðlaus, gishærður. Blöðin eru stofnstæð, 1,5-2,5 sm á lengd, odddregin og gróftennt framan til, ofurlítið gishærð. ─ Stjömu-steinbrjótur er einkennandi fyrir fjallalindir með ljósgrænum dýjamosa, og vex þar oft í félagi með lindadúnurt og lækjafræhymu.
Stjörnusteinbrjótur í Selárdal í Súgandafirði árið 1999.
Myndin hér að ofan er tekin í Ólafsfjarðarmúla við Eyjafjörð árið 1983.
Nærmynd af blómi stjörnusteinbrjótsins tekin við Fannhólahrygg á Skaga 25. júní 2010. Gulu dílarnir á krónublöðunum og hin tvöfalda fræva sem einkennir steinbrjótana sést vel.