Blóm ljósatvítannar eru stilklaus, í þyrpingum í
blaðöxlunum. Krónan er einsamhverf, varaskipt, hvít, 1,5-2 sm á lengd,
ginvíð. Bikarinn er fimmskiptur, 7-10 mm langur með oddmjóum, gleiðglenntum
flipum, grænn með dökkyrjóttum botni. Fræflar eru fjórir; frjóhirslur
dökkar, undir hjálmi efri krónuvarar. Frævan er fjórklofin við þroskun
aldinsins. Stöngullinn er allgildur, ferstrendur, hærður. Blöðin eru gagnstæð,
hjartalaga eða egglaga, nokkuð odddregin, gróftennt, hærð, 4-8 sm löng.