er stórvaxið sef
sem vex gjarnan í þéttum breiðum. Stoðblaðið er styttra en blómskipanin.
Það vex að jafnaði aðeins við sjávarstrendur og hefur skriðula
jarðstöngla. Fitjasefið er mjög sjaldgæft á Íslandi, aðeins fundið á
tveim stöðum, í Leiruvogi í Mosfellsbæ og á Knarrarnesi við Eyjafjörð.
Fundarstaðirnir og hin takmarkaða útbreiðsla gætu verið vísbending um að
sefið hafi borizt til landsins með skipakomum fyrr á öldum, þótt um það
verði ekki fullyrt.
Fitjasefið er hátt og grannvaxið sef með allmörgum
fáblóma blóm-hnoðum. Það vex í breiðum með skriðulum jarðstönglum.
Blómhlífin er sexblaða. Blómhlífarblöðin eru rauðbrún, stundum græn við
mið-taugina, snubbótt í endann. Fræflar eru sex með gula frjóhnappa, ein
rauð fræva. Aldinið er dökkbrúnt, á lengd við blómhlífina eða aðeins
styttra. Blöðin eru grönn, rennulaga eða nær sívöl.
Myndin af blómskipan
fitjasefs er tekin á Knarrarnesi við Eyjafjörð sumarið 2005.