Línarfinn er fjölær jurt með
hárlausa, uppsveigða, granna og ferstrenda stöngla. Blómin eru
langleggjuð, stök eða fá saman í efstu blaðöxlum, forblöð blómanna græn
eins og laufblöðin með örfáum randhárum við fótinn. Krónublöðin vantar
oftast, eða eru mjög stutt, bikarblöðin lensulaga, hvassydd, græn og
himnurend, 3-4 mm löng. Línarfinn hefur tíu stutta fræfla, frævan
er með fjórum eða fimm
stílum. Aldinið stendur langt út úr bikarnum við þroskun, í fyrstu
grænleitt en verður fljótt rauðbrúnt á litinn. Fræin eru mörg, dökk
brún, um 1 mm að stærð. Laufblöðin eru lensulaga, 1-3 sm á lengd,
oddmjó, oft með strjálum randhárum við blaðfótinn, annars hárlaus.
Línarfi innan um hávaxinn gróður í skjóli víðirunna við bakka Mývatns á Grímsstöðum í Mývatnssveit 28. ágúst 2008.
Hér sjáum við þroskað aldin línaarfans.
Hér sést blóm línarfans í meria návígi.