Engjavöndurinn er einær til tvíær, hárlaus jurt. Krónan er pípulaga, allstór, 2,5-5 sm á lengd, 1-1,5 sm í þvermál efst, fjólublá, oftast fjórdeild, en stundum fimmdeild, ginleppalaus og snýr upp á sig í lokuðum blómum. Bikarinn er 2-3 sm á lengd, oftast með fjórum, löngum og oddmjóum flipum. Fræflar eru 4. Ein tvíblaða fræva sem myndar sívalt, aflangt hýði. Stöngullinn er stinnur og uppréttur, gáróttur, myndar stundum allmarga hliðarstöngla neðst sem eru einnig uppréttir og álíka gildir og aðalstöngullinn. Blöðin eru mjóöfugegglaga eða lensulaga, heilrend, 2-3 sm á lengd.
Engjavöndur í Staðareyju í Eyjafjarðará 1980.
Engjavöndur á Gásaeyri við Eyjafjörð 4. ágúst 2006.
Nærmynd af blómum engjavöndsins.