Smáöx knjáliðagrassins eru einblóma
og sitja þétt saman í sívölu, 2-3 sm löngu og 4-5 mm breiðu,
dökkgráu eða gráfjólubláu samaxi (axpunti) á stráendanum. Frævan er ein
með klofnu fræni. Fræflar eru þrír, frjóhnappar fjólubláleitir og hanga
út úr axinu um blómg-unartímann. Smáaxið er með knébogna týtu sem er
miklu lengri en axögnin. Stráið er sívalt, lárétt eða skástætt neðst;
efsta knéð er áberandi bogið og réttir efsta stöngulliðinn upp. Slíðrin
eru útblásin; slíðurhimnan um 2 mm á lengd.