Blóm grájurtarinnar mörg saman í
litlum (5 mm) körfum sem skipa sér saman í langan klasa á
stöngulendanum. Reifablöðin eru græn í miðju, með breiðum himnufaldi,
3-4 mm löng, 1-2 mm breið, egglaga til
langsporbaugótt, heilrend, gljáandi. Krónupípan er hárfín, 0,1-0,2
mm, ljósgræn neðan til, brúnleit í endann, breikkar stundum við
opið upp í 0,5 mm; 5 krónuflipar. Stöngullinn
er blöðóttur. Blöðin eru 3-8 sm löng og 0,2-0,5
sm breið, þétthvítlóhærð, einkum á neðra borði, heilrend eða mjög
gistennt.