Vorstör er meðalstór stör með eitt aflangt karlax í toppinn en 2-3 minni, fremur þéttstæð kvenöx neðar. Neðsta stoðblaðið nær oftast upp á móts við öxin, um 2 sm á lengd. Axhlífarnar eru ljósbrúnar með upphleyptum, grænum eða brúnleitum miðstreng sem myndar brodd. Hulstrin eru ljósgræn eða móleit, broddhærð, taugaber með stuttri trjónu; þrjú fræni. Stráin eru sljóstrend, grönn en upprétt. Blöðin eru 1,5-2,5 mm breið, snörp, styttri en stráið.