er fremur smágerð,
einær, hárlaus
jurt sem vex í flögum eða matjurtagörðum og annars staðar í rótuðu landi
með ósamfelldum gróðri. Hún getur orðið fremur hvimleitt illgresi
í görðum. Hún er algeng um sunnanvert landið, en sjaldgæf norðanlands og
finnst þar aðeins við jarðhita eða sem slæðingur í garðlöndum.
Lambaklukkan finnst aðallega á láglendi neðan 200 m.
Hæstu fundarstaðir eru Skúmstungur og Fitjaskógur í Árnessýslu í um 300
m hæð, Sultartangi og Bláskógar á Gnúpverjaafrétti og Laugar í
Hrunamannahreppi í um 260-280 m hæð.
Blóm lambaklukkunnar eru í klasa á stöngulendunum,
3-5 mm í þvermál, fjórdeild. Krónublöðin
eru hvít, 2-4 mm á lengd, spaða-
eða tungulaga. Bikarblöðin
eru 1-2 mm löng, bleikleit eða fjólublá, aflöng
og ávöl í endann. Fræflar
eru sex með hvítum frjóhirzlum.
Frævan er ein og
verður að 2-2,5 sm löngum og 1-1,5 mm breiðum skálp með einfaldri röð af
dökk brúnum fræjum, rúmum millimetra á lengd. Laufblöðin eru stofnstæð
eða stakstæð á stönglinum, fjöðruð, 2-6 sm á lengd, endasmáblöðin eru
stærst, oft nýrlaga eða nær kringlótt, hliðarsmáblöðin oft öfugegglaga
fremur en kringlótt.
Lambaklukka í Reykjavík
árið 1982.
Lambaklukka í Reykjadal
í Hveragerði 4. ágúst 2010