eða fitjafinnungur
er smávaxið skúfgras sem oft vex á votum, þunnum jarðvegstorfum yfir
klöppum, snögggrónum mýrarhöllum og lækjar-bökkum. Algengar
fylgitegundir eru broddastör og hárleggjastör. Hann er víða um
land allt, en ekki mjög algengur
Fitjaskúfur hefur eitt örstutt (5-7 mm), dökkbrúnt ax á
stráendanum. Axhlífarnar eru dökkbrúnar, egglaga, odddregnar með breiðum
himnufaldi. Sex burstar eru í stað blómhlífar. Fræflar eru þrír,
ein fræva með
þrem frænum. Aldinið er lítil, þrístrend, gulleit hneta, um 2 mm á
lengd. Stöngullinn er blöðkulaus, með rauðbrúnum slíðrum neðan til.
Blöðin eru stofnstæð, sívöl, grópuð eða gárótt.