Blóm lokasjóðs standa í efri blaðöxlunum, þau eru einsamhverf, um 15-18 mm á lengd. Krónan er samblaða, með gulum hjálmi, oft með fjólubláum bletti að framan. Bikarinn er flatur, 8-15 mm á lengd, víður um miðjuna, þröngur í opið og með grunnar skerðingar. Fræflar eru fjórir. Í blóminu er ein fræva sem verður að stóru, flötu kringlóttu aldini, um 1 sm í þvermál. Blöðin eru gagnstæð, aflöng eða lensulaga, oft breiðari neðan til, stilklaus og reglulega tennt, 2-4 sm á lengd og 0,5-1 sm breið, stundum töluvert breiðari við fótinn, stutthærð.