Blóm krossfífilsins eru í litlum
körfum (3-4 mm á breidd) sem breiða lítið úr sér. Öll blómin eru
pípukrýnd, gul. Krónan er um eða innan við 1 mm á breidd, fimmdeild, 5-6
mm löng. Frævan hefur klofið fræni. Fræin eru með svifkransi. Innri
reifablöðin eru löng (8 mm), þau ytri miklu styttri, öll aðlæg og svört
í oddinn. Stöngullinn er með fremur fáum hárum, stakstæðum blöðum og
fáum blómkörfum efst. Blöðin eru fjaðurflipótt, þau neðstu oft sepótt;
separ og flipar tenntir.