Blöð hjartanykrunnar eru
tiltölulega stutt og breið (3-6 x 1,5-2,5 sm), egglaga eða sporbaugótt,
dökkgræn, niðurbreið, fremur þéttstæð og greipfætt um stöngulinn,
stilklaus, afar fíntennt, bogstrengjótt. Blómin eru nakin, örsmá,
allmörg saman í 1-2 sm löngu og um 5 mm breiðu axi sem stendur
upp úr vatninu. Fræflar eru fjórir með áföstum græn-brúnum bleðlum sem
líkjast blómhlíf, frævur fjórar.