er nokkuð algeng,
einkum á austanverðu Norðurlandi, lítið á Suðurlandi. Það er í raun oft
mjög örðugt að þekkja hana með vissu frá vallhæru. Dökkhæran fer heldur
hærra upp í hálendið en vallhæran, allt að 750 m. Blómhnoðun eru oftast dekkri en á vallhæru, þétt saman í hnappi, en stundum nokkuð
dreifð, stráið ofan til og stoðblaðið er oft mjög rauðleitt. Dökkhæran
vex ætíð í deiglendi eða mýrum, en vallhæran er að jafnaði í þurrlendi.
Blóm dökkhærunnar standa mörg saman í 3-6 þéttum
blómhnoðum, ýmist öll í þéttum hnapp eða á mislöngum leggjum.
Blómhlífarblöðin eru 6, oddmjó, dökkbrún, þrjú þau ytri lengri en þau
innri. Fræflar eru sex. Hún hefur eina þrístrenda fræva með einum stíl og þrískiptu
fræni sem verður að dökkbrúnu, nær svörtu, gljáandi aldini. Stráið er
sívalt. Stoðblaðið nær venjulega upp fyrir blómskipanina, oft áberandi
rauðleitt. Stofnblöðin eru flöt, 3-4 mm breið, oft nokkuð rauðleit, með
löngum, hvítum hárum á blaðröndunum neðst við fótinn.
Myndin sem hér birtist
af dökkhæru er tekin á Vermundarstöðum í Ólafsfirði 12. júlí
2007.
Nærmynd af aldinum
dökkhæru frá Hálsi í Öxnadal 25. júlí 2008.