Blóm hjónagrasa eru í þéttum klasa
á stöngulendanum. Blómhlífin ljósgræn eða gulgræn, sexblaða, varaskipt.
Neðri vörin er mynduð af einu þríflipuðu blaði, en efri vörin af 5
blöðum sem öll eru óskert, oddbaugótt eða lensulaga. Blómin eru
yfirsætin, og frævan því neðan undir blómhlífinni, græn, snúin. Bjúglaga
spori kemur niður úr blómhlífinni. Stöngullinn er blöðóttur, 2-5 mm gildur. Blöðin eru stakstæð, lensulaga, 3-8 sm löng
og 1-2 sm á breidd, heilrend, beinstrengjótt.
Hjónagras í Selárdal í Súgandafirði 18. júlí 1999.
Nærmynd af einu blóm hjónagrassins, sem sýnir þrískipta neðri vörina. Myndin tekin við Garðsárgil í Eyjafirði í júní 2004.