Blóm grænliljunnar eru í 2-3 sm
löngum, einhliða klasa á stöngul-endanum,
stilkstutt. Krónan er bjöllulaga en klofin nær niður í gegn; krónublöðin
eru gulgræn eða grænhvít, himnukennd, um 5 mm á lengd. Bikarblöðin eru
örstutt (1-1,5 mm), snubbótt, tennt. Fræflar eru 10. Frævan er
með gildvöxnum, dökkum stíl, sem stendur út úr blóminu og er lengri en
frævan. Laufblöðin eru egglaga, eða oddbaugótt, reglulega smátennt,
1,2-3 sm á lengd, og 1-2 á breidd. Lítil (3-5mm), oddmjó, græn blöð eru
inni á milli laufblaðanna og ofan við þau á stönglinum.