Blóm kúmensins eru í tvöföldum,
3-5 sm breiðum sveipum. Blómin eru 2-3 mm í
þvermál, fimmdeild. Krónublöðin eru hvít eða ofurlítið bleikmóleit, jöfn
að stærð, með rifi eftir miðju efra borði og innbeygðri totu í endann.
Fræflar eru fimm, frævan tvískipt með tveimur stílum. Aldinið klofnar í
tvö íbjúg deilialdin, sem eru rifjuð, móbrún, 3-4 mm löng.
Blöðin eru tví- til þrífjöðruð. Smáblöðin eru striklaga eða
mjólensulaga, oddmjó. - Deilialdin kúmensins eru bragðsterk og oft notuð
sem krydd í brauð og osta.