Puntur hjallasveifgrassins er
fjólublár með grænum blaðgróningum, oftast 2-3(4) sm á lengd og 1,5-3 sm
á breidd. Axagnir og blómagnir eru oddmjóar, mest fjólubláar, að hluta
grænar neðan til, blómagnir hrokkinhærðar neðst. Blöðin eru stutt,
heldur mjórri en á fjalla-sveifgrasi, í þéttum slíðrum sem oft eru í
smáþyrpingu. Stráið er mjúkt viðkomu, allstinnt neðan til en grænt og
læpulegt efst undir puntinum.