er innflutt tegund
sem ræktuð hefur verið til skrauts í skrúðgörðum. Hún virðist vera mjög
harðgerð, og ef hún sleppur út úr görðum út í læki eða votlendi, þá
breiðist hún auðveldlega út og lifir af hina íslenzku veðráttu án
umhirðu. Hún hefur þegar á allmörgum stöðum úti um landið myndað nokkrar
staðbundnar breiður.
Blómin eru fagurgul með mörgum, dökkrauðum punktum. Þau eru pípulaga
neðan til en breiða úr sér og eru varaskipt efst. Bikarinn er 1,5-2 sm á
lengd, grænn, skakkur, tenntur, og er efsta bikartönnin stærri en hinar.
Laufblöðin eru egglaga til hjartalaga, 5-6 sm löng, hárlaus og
óreglulega gróftennt, þau neðri stuttstilkuð.
Ættkvislin Erythranthe var nýlega klofin út frá ættkvíslinni Mimulus,
tekin úr grímublómaættinni og sett í Lotaldinætt (Phrymaceae). Aðrar tegundir, skyldar
Erythranthe guttata eru einng í ræktun og geta myndað kynblendinga með henni. Vera má að
þessir kynblendingar hafi einnig dreifst út í
náttúruna ásamt apablóminu sjálfu.
Myndin af apablómi er tekin
á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum þann 30. júlí árið 2008, en þar vex
hún meðfram læk.