er afar smávaxin
stör sem vex í litlum, þéttum toppum uppi á bungum og brúnum í þurru,
smáþýfðu mólendi. Hún er nokkuð algeng víða á hinu landræna svæði
á austanverðu Norðurlandi. Hún er mjög lítið áberandi, og þurfa
menn að þekkja hana vel til að koma auga á hana. Hún myndar
smáa toppa af þéttstæðum, fremur beinum stráum. Kvenöxin eru
fáblóma og hulstrin nær hnöttótt. Dvergstörin vex frá láglendi upp í 800
m hæð, hæst skráð í fjöllum við Glerárdal við Akureyri og sunnan í
Illviðrahnjúkum við Hofsjökul í um 900 m hæð.
Dvergstörin hefur stutt toppax með karlblómum og nokkur
fáblóma, þéttstæð kvenöx. Axhlífar eru brúnleitar með breiðum
himnufaldi. Hulstrin eru mislit, græn og brúnleit, gljáandi, bústin með
alllangri trjónu. Frænin eru þrjú. Stráin eru stutt, sívöl. Blöðin
eru þéttstæð, um 1 mm á breidd, grópuð eða kjöluð,snarprend,
þrístrend í endann. .
Hér má sjá
dæmigerðan topp af dvergstör sem fannst í Ódáðahrauni við
Dyngjufjöll árið 1981
Nærmynd af öxum dvergstararinnar
tekin á Mývatnsöræfum árið 1982,