Blóm umfeðmingsins eru mörg saman, einsamhverf, stuttleggjuð, í einhliða, stilklöngum klösum. Krónan er um 1 sm á lengd. Bikarinn er hærður, um 4 mm á lengd, með 5 oddmjóum sepum. Fræflar eru 10, þar af 9 samgrónir í pípu neðan til, en einn laus. Ein fræva. Blöðin eru fjöðruð með 8-10 pörum af langoddbaugóttum, broddyddum, hærðum smáblöðum; endasmáblöðin eru ummynduð í vafþræði sem festa plöntuna rækilega við strá og greinar næstu plantna. Stöngullinn er fremur grannur, gáróttur.
Umfeðmingur í Höfða í Mývatnssveit árið 1987.
Nærmynd af umfeðmingi í nágrenni Reykjavíkur árið 1982,