Vetrarkvíðastör
Carrex chordorrhiza
vex í blautum flóum
og er algeng um allt land frá láglendi upp í um 550 m hæð. Hæstu
fundarstaðir eru á Eyjabökkum í 660-680 m hæð. Stráin eru venjulega
uppsveigð og skástæð með brúnleitum, þéttstæðum öxum. Þegar líður á
sumarið myndar vetrarkvíðastörin langar ofanjarðarrenglur sem liggja
ofan á grasinu og og geta orðið 50-60 sm langir. Þessa renglur nefnast vetrarkvíði,
og var áður fyrr talið vita á
langan og erfiðan vetur ef vetrarkvíðinn var óvenju langur á haustin.
Vetrarkvíðastörin hefur skástæð eða
uppsveigð strá með nokkur þéttstæð öx í þyrpingu efst á stráinu. Karlblóm
eru efst í hverju axi en kvenblóm neðar. Axhlífar eru langar,
odddregnar, brúnar, himnurendar. Hulstrið er ljóst, grænt eða ljósbrúnt,
gárótt. Tvö fræni. Stráin eru allgild, nær sívöl. Blöðin eru
flöt eða kjöluð, um tveir mm á breidd.