Smáöx vallarfoxgrassins eru
einblóma, þétt saman í sívölu, 3-8 sm löngu, 8-12 mm breiðu, grágrænu
samaxi (axpunti). Axagnir eru 4-7 mm á lengd, með löngum randhárum á
kilinum; mjókka snöggt ofan til og ganga fram í grænan, 1-3 mm langan
odd. Blómagnir eru 2-3 mm á lengd. Frjóhirzlur eru fjólubláar, og hanga
út úr axinu um blómgunar-tímann. Blöðin eru allbreið, 4-8
mm; slíðurhimnan 2-4 mm.
Blómstrandi axpuntur fjallafoxgrassins með fræflum hangandi út.
Blómstrandi axpuntur fjallafoxgrassins með fræflum hangandi út.