Blóm gullsteinbrjótsins eru
fimmdeild, 10-15 mm í þvermál. Krónublöðin eru fremur mjó,
gul með rauðum dröfnum. Bikarblöðin eru breiðoddbaugótt, upprétt,
styttri en krónublöðin. Fræflar eru 10, frævan klofin í tvennt að ofan.
Stöngullinn er uppsveigður með stakstæðum blöðum sem eru heilrend,
striklaga eða lensulaga, broddydd, með grófum en strjálum randhárum,
8-18 mm á lengd og 1,5-3 mm á breidd.
Gullsteinbrjótur í klettum við Súlutinda við Skeiðarárjökul árið 1986.
Hérer gullsteinbrjótur sýndur nær, í grasgarðinum í Laugardal árið 1982,