Blóm sjöstjörnunnar eru um
1-1,8 sm í þvermál, oftast eitt en stundum tvö til þrjú saman á
fíngerðum leggjum. Krónublöðin eru oftast sjö, hvít eða ofurlítið
bleikleit, odddregin, með gulum hring neðst. Bikarblöðin eru lensulaga,
oddmjó, 4-5 mm löng. Fræflar eru oftast sjö, með gulum
frjóhirslum. Frævan er ein, með löngum stíl. Blöðin eru í hvirfingu
ofarlega á stönglinum, 5-7 saman, oddbaugótt eða
öfugegglaga, nær stilklaus, þunn og hárlaus, 2-3 sm á
lengd, 8-13 mm breið; aðeins örsmá lágblöð neðar á
stönglinum.
Sjöstjarna í Lystigarðinum á Akureyri 1963.
Sjöstjarna í Brúnavík við Borgarfjörð eystra árið 1989.
Nærmynd af blómi sjöstörnunnar í Egilsstaðaskógi á Héraði 29. júní 2010.