er skyldur
snarrótarpunti, en vex einkum til fjalla. Hann finnst þó einnig á
láglendi sums staðar á landinu, og vex þá einkum í blautu landi, bæði
blautu mólendi og meðfram lækjum í klettabeltum. Hann þekkist frá
snarrótarpunti einkum á því að punturinn er ætíð blaðgróinn og ljósari á
litinn. Hann myndar heldur ekki eins stórar og kringlóttar þúfur og
snarrótarpunturinn. Blöð hans eru álíka snörp og djúpgárótt langseftir
eins og á snarrótarpunti, og virðast hvítröndótt þegar horft er í gegn
um þau á móti birtu.
Smáöx fjallapuntsins eru tvíblóma, það efra blaðgróið.
Axagnirnar eru 4-7 mm á lengd, himnukenndar. Neðri axögnin
er eintauga, sú efri þrítauga. Neðri blómögn hefur baktýtu, löng hár eru
umhverfis blómagnirnar. Blöðin eru 2-4 mm breið, mjög snörp,
skarprifjuð. Slíðurhimnan 5-6 mm löng.