er algengur til
heiða og fjalla á öllu landinu, alloft upp að 1100 m hæð. Hæst er
hann skráður á Litlahnjúk við Svarfaðardal í 1220 m. Á láglendi finnst
hann aðeins þar sem snjóþungt er. Hann vex í dældum þar sem
snjór liggur lengi fram eftir vetri og vori, og deilir gjarnan því svæði
með grámullu.
Blóm fjallasmára eru 5-7 mm í þvermál,
fimmdeild. Krónublöðin eru ljósgul, mjó og tungulaga, styttri en
bikarblöðin sem eru græn og odddregin með mjóum utanbikarflipum á milli.
Fræflar eru 5, frævur oft 8-20. Stöngullinn er jarðlægur,
sterklegur. Blöðin eru stilklöng, gishærð, þrífingruð, hvert smáblað
þrítennt í endann, sjaldnar með fjórar til fimm tennur. ─ Fjallasmárinn er ásamt
grámullu (330) ein fastasta einkennistegund snjódælda á Íslandi. Oftast
vaxa þessar tegundir báðar saman, og aðeins þar sem snjór liggur
samfellt á vetrum. Í snjóléttum landshlutum finnast þær niður í 350-400
m hæð, og upp í 800- 1000 m. Í mjög snjóþungum héruðum eru þær oft mikið
á láglendi, allt niður að sjávarmáli.
Blómstrandi
fjallasmári við Fannhólahrygg á Skaga 25. júní 2010.
Þessi fjallasmári óx
uppi á Kleifaheiði árið 1985.